Hvað er þetta með þetta kot og Kötu?

Frá blautu barnsbeini hefur mér liðið best í guðs grænni náttúrunni og notið þess að heyra grasið vaxa.  Nýttni og að fara vel með var mér uppálagt í uppeldinu.  Að nýta það sem til fellur og búa til eitthvað fallegt úr því er mitt líf og yndi.

Hvort sem það er að rekja upp, klippa í sundur eða sækja efni í íslenska náttúru.  Börnin og ömmubörnin á ég samtals 6. Það er gaman að miðla til þeirra nýtni og minna þau á að fara vel með og ganga um náttúruna af virðingu.

Á Kötukot.is verður hugmyndafluginu gefin laus taumur og ýmislegt útbúið og vel nýtt sem mér og góðum vinkonum dettur í hug og sem þú gætir hugsanlega haft gaman af. 

Pin It on Pinterest

Share This